Skrifstofa Radix

Endurrótfyllingar

Hvers vegna er endurrótfyllt?

Þrátt fyrir að árangur af rótfyllingum sé nokkuð góður þá kemur það fyrir að græðsla á sér ekki stað eða ný sýking myndast mánuðum eða árum eftir rótfyllingarmeðferðina. En ekki örvænta því það er ennþá möguleiki á því að bjarga tönninni með endurrótfyllingu.

Mikilvægt er þó að bera kennsl á hvað olli því að græðsla átti sér ekki stað eða að tönnin endursýktist en það getur meðal annars verið vegna þess að:

  • Bognir eða grannir rótargangar voru ekki hreinsaðir í fyrri meðferð
  • Flókin anatómía er til staðar sem ekki var borið kennsl á í fyrri meðferð
  • Of langur tími leið þar til ný fylling eða króna var sett á tönnina og munnvatn mengaði rótfyllinguna
  • Ný skemmd sem nær að rótfyllingu og bakteríur eiga greiða leið til endursýkingar
  • Fylling eða króna lekur
  • Sprunga er í tönn eða rót

Hvað er gert við endurrótfyllingu?

Endurrótfylling felur í sér að gamla rótfyllingin er fjarlægð, rótargangar sótthreinsaðir og víkkaðir og fylltir að nýju. Hjá okkur fer þessi meðferð, eins og aðrar, fram undir smásjá.

Við hverju má búast eftir endurrótfyllingu?

Í 2-7 daga eftir meðferð getur tönnin verið aum en þá er hægt að taka bólgueyðandi verkjalyf. Í kjölfar meðferðar getur komið upp mikill verkur eða bólga en þá þarftu að hafa samband við okkur sem fyrst.

Sendu okkur tölvupóst og við svörum eins fljótt og auðið er

rotfyllingar@rotfyllingar.is

Við erum staðsett á 4. hæð í Holtasmára 1, Kópavogi

Holtasmári 1

Hafðu samband við okkur í síma frá 8-16 mánudag til fimmtudag og 8-14 á föstudögum

552-6333