Áverkar

Tennur verða því miður oft fyrir áverka meðal annars vegna slysa eða íþrótta. Oftast nær eru þetta minniháttar áverkar sem þurfa lítil sem engin inngrip. Það kemur þó fyrir að áverkarnir eru alvarlegir en hvort heldur sem er, þá er alltaf mælt með því að hitta tannlækni sem allra fyrst.

Tannáverkar eru flokkaðir niður eftir því hvað kom fyrir tönnina eða tennurnar og helgast meðferðin og eftirfylgnin eftir því.

Rótfyllingasérfræðingar eru sérhæfðir í að greina og meðhöndla tannáverka. Með þeirra þekkingu og tækni er oft hægt að bjarga tönnunum. Rótfyllingasérfræðingar vinna einnig náið með barnatannlæknum, tannrétturum og munn- og kjálkaskurðlæknum með flókinari tilfelli til að útkoman verði sem best fyrir viðkomandi einstakling.

Ungur strákur brosandi með brotna tönn

Sendu okkur tölvupóst og við svörum eins fljótt og auðið er

rotfyllingar@rotfyllingar.is

Við erum staðsett á 4. hæð í Holtasmára 1, Kópavogi

Holtasmári 1

Hafðu samband við okkur í síma frá 8-16 mánudag til fimmtudag og 8-14 á föstudögum

552-6333